Almennt - miðvikudagur 20.nóvember 2013 - Daníel - Lestrar 347
Undanfarna daga hefur verið mikill skafrenningur í kringum skólann og myndast skaflar sem eru gott leiksvæði fyrir nemendur.
Í gær þurfti fólk að vaða snjóinn í klof til að komast á fund í skólanum.
Þar sem við eigum von á góðum gestum í dag verður stæðið við skólann og aðgangur að honum hreinsaður. Allir eiga
því að geta komist eðlilega að skólahúsinu.