Almennt - þriðjudagur 29.apríl 2014 - Daníel - Lestrar 488
Ljóð vikunar þessu sinni er "Mér er í mun" eftir Elías Mar en Stefán Pétur Sigurðsson sá um að myndskreyta
Mér er í mun að vita
hvort einnig þið
hafið komist að raun um það
þrátt fyrir allt
hversu jörðin er fögur
hljómar tungunnar nýr
haustið jafnfagurt vori
líf og dauði í sátt
þegar maður elskar
Elías Mar