Almennt - miðvikudagur 11.desember 2013 - Daníel - Lestrar 370
Jólahangikjötið er komið í hús. Við fáum á hverju ári hangikjötslæri frá Axel á Gunnarsstöðum, heimareykt
af vænum sauð.
Það eru margar skemmtilegar hefðirnar sem skapast í kringum jólahátíðina. Undanfarin ár hefur Axel á Gunnarsstöðum fært
nemendum hangikjötið fyrir litlu jólin. Fyrsta verk okkar er að þefa af því og kanna hvort lyktin sé ekki eins og hún á að vera og
brást hún ekki nú frekar en fyrri ár. Nú er bara að sjá hvort bragðið er ekki eins gott.