═b˙ar

Svalbar­shreppur

Farskóli Svalbarðshrepps.   Skólavist mín á Ytra-Álandi 1948 – Minningabrot.   Ég var 10 ára og þetta mín fyrsta skólaganga. Átti ég þá heima í

Minngabrot frß A­alsteini J. MarÝussyni.

Farskóli Svalbarðshrepps.

 

Skólavist mín á Ytra-Álandi 1948 – Minningabrot.

 

Ég var 10 ára og þetta mín fyrsta skólaganga. Átti ég þá heima í Hvammi í Þistilfirði og var í fóstri hjá heiðurshjónunum Kristínu Sigfúsdóttur og Jóhanni Jónssyni. Þau bjuggu allan sinn sveitabúskap í Hvammi og fluttu í Þórshöfn í búskaparlok. Ég, ásamt fleiri krökkum og fullorðnum, fór á vörubílspalli frá Hvammi inn í Áland, þannig var ferðamátinn þá. Bílstjórinn var Sigfús A. Jóhannsson, sem þá átti heima í Hvammi, síðar bóndi á Gunnarsstöðum.

 

Á Ytra-Álandi var okkur tekið afar vel og skólastarfið fór fljótt og vel af stað. Þá voru krakkarnir á aldrinum 10-14 ára, öll í sömu stofunni. Kennari var Óli Halldórsson á Gunnarsstöðum. Það kom sér vel að húsið á Álandi, sem var steinhús á 2 hæðum, byggt 1945, var stórt því margt var í heimili þar, systkinahópurinn stór, auk aðkomubarnanna. Ásrún Sigfúsdóttir og Ragnar Eiríksson voru þá bændur á Ytra-Álandi. Þetta var eitt af bestu búum sveitarinnar. Ásrún stjórnaði þessu liði öllu vel, trúlega hefur verið tvísetið við eldhúsborðið. Ekki man ég nú hve mörg við vorum í skólanum, trúlega ekki færri en 20 með heimabörnum. Ekki fórum við heim um helgar heldur vorum bara í leik o.fl. á staðnum. Það kom fyrir að við fórum í gönguferðir, t.d. í Flögu þar sem frændfólk mitt bjó og öllum vel tekið og bræður þar léku við okkur. Á þeim tíma var oft margt fólk á bæjum. Óli kennari var duglegur að fara með okkur út í allskonar leiki að skóladegi loknum. Hann stjórnaði leik og gönguferðum af miklum dugnaði. Í fjárhúsunum var settur kaðall upp í rjáfur og klifrað upp eftir honum, Óli gaf stig fyrir. Tíu fengu þeir sem upp komust og aðrir minna, eftir árangri. Þetta var auðvitað keppni að hætti Óla. Líklega hefur útiveran, hlaup og göngur, klifur í kaðli o.fl. komið í staðinn fyrir íþróttir núna í íþróttahúsunum.

 

Eitt atvik er mér sérstaklega minnisstætt frá þessum tíma. Það er þegar Ásmundur Þorsteinsson á Brekknakoti kom að áliðnum degi í Áland. Hafði bíllinn hans bilað á þjóðveginum inn af bænum. Ásmundur fékk allt skólaliðið, ásamt Óla kennara, til að ýta bílnum í gang í tunglskinsbjörtu blíðskaparveðri. Við byrjuðum að ýta bílnum vestur eftir en ekki vildi “gamli Ford” í gang. Áfram var haldið og barst leikurinn vestur yfir Sandárásinn og endar í nesinu fyrir neðan Flögu, vestan ár. Aldrei fór bíllinn í gang, því miður, en öll höfðum við gaman af þessu. Það kom sér vel að bílar voru smáir á þessum tíma og léttir, annars hefði þetta ekki gengið.

 Fleira mætti eflaust tína til en læt þetta nægja núna.

 Bestu kveðjur,

 Aðalsteinn J. Maríusson

Víðihlíð 35

550 Sauðárkróki

 

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf