Íbúar

Svalbarðshreppur

Sumarið í sumar var besta sumarið mitt á Íslandi ! Þetta segir Jósef   Íslandsvinurinn mikli. Hann var spurður hvers vegna honum finnist þetta hafi verið

Besta sumarið mitt!

Sumarið í sumar var besta sumarið mitt á Íslandi ! Þetta segir Jósef   Íslandsvinurinn mikli.

Hann var spurður hvers vegna honum finnist þetta hafi verið besta sumarið á Íslandi , og hvort honum hafi ekki fundist vera fremur kalt í vor og haust? Þá svarar hann því til :  kalt, nei ég á góð föt til að klæðast og mér líkar ekki hiti, ég kann vel að meta íslenskt veðurfar , í Sviss er alltof heitt!

Jósef hefur dvalið 28 sumur á Íslandi. Fyrstu 23 árin ferðaðist hann um á reiðhjóli og svaf í tjaldi. Þá ferðaðist hann víðs vegar um landið m.a. ferðaðist hann um 7 firði á Vestjörðum og einnig um hálendi Íslands, fór Kjalveg, Kaldadal og í Landmannalaugar. Síðustu 10 árin hefur hann aðallega verið á Norðausturlandi á svæðinu frá Þórshöfn til Kópaskers og þar um kring.
Fyrir 5 árum var Jósef gefinn Suzuki jeppi sem hann er mjög ánægður með og segir að sé besti og minnsti húsbíll á Íslandi. Hann er því hættur að nota reiðhjólið sem nú er á safni á Seyðisfirði, og sefur ekki lengur í tjaldi heldur í "húsbílnum"sínum sem hann er búin að innrétta eftir sínum þörfum, þar hefur hann útbúið rúm, skrifborð og tilheyrandi.
Jósef segir Íslendinga mjög gestrisna margir bjóði sér heim í kaffi og stundum í gistingu, en það segist hann venjulega afþakka því hann sofi best í húsbílnum og  þar geti hann skoðað þúsund stjörnur þegar dimma tekur.
Í sumar fékk hann margar heimsóknir frá vinum sínum í Sviss.
Jósef biður fyrir þakkir til allra Íslendinga fyrir mikla gestrisni. Ef heilsan lofar þá segist hann koma til Íslands næsta vor.
Hann er eins og farfuglarnir, kemur snemma á vorin og tekur flugið á haustin, að þessu sinni í næstu viku:)
Lokaorð hans að þessu sinni eru: yfir veturinn er hjarta mitt 51% á Íslandi.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf