Efni fundarins er:
Stjórnskipulag sameinaðs sveitarfélags og sameiginleg hagsmunamál gagnvart ríkinu.
Nefndin mun koma saman í stjórnsýsluhúsinu á Þórshöfn, í Svalbarðsskóla eða í gegn um fjarfundarbúnað ásamt ráðgjöfum. Íbúar geta valið um að mæta í stjórnsýsluhúsið á Þórshöfn, í Svalbarðsskóla, á Skólagötu 5 á Bakkafirði (gamli grunnskólinn), eða fylgst með heima.
Slóð inn á fundina verður aðgengileg hér.
Auk fundanna er búið að opna fyrir rafrænt samráðskerfi á menti.com þar sem allir íbúar geta komið ábendingum sínum og spurningum á framfæri. Til að taka þátt þarf að hafa síma, snjalltæki eða tölvu og fara inn á síðuna menti.com. Slá þar inn töluröðin 6947 3725og þá opnast samráðskerfið.
Einnig er hægt að fara inn á samráðskerfið með því að elta á þessa slóð: https://www.menti.com/pnkytegmv7
Samstarfsnefndin hvetur íbúa til þess að kynna sér málin og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.