═b˙ar

Svalbar­shreppur

Hreppsnefndarfundur í Svalbarðsskóla 21.05.2015 Mættir til fundar: Daníel Hansen, Ina Leverköhne, Ragnar Skúlason og Sigurður Þór Guðmundsson.

Hreppsnefndarfundur Ý Svalbar­sskˇla 21.05.2015

Mættir til fundar: Daníel Hansen, Ina Leverköhne, Ragnar Skúlason og Sigurður Þór Guðmundsson.

1.      Ársreikningur Svalbarðshrepps 2014

Farið var yfir ársreikninginn og svaraði Sigurður Þór fáeinum spurningum fundarmanna.

Árið 2014 er gert upp með hagnaði uppá 13.869.774 kr og eignir í árslok voru 152.112.430 kr. Skuldir samtals 11.776.583 kr. Reikningnum vísað til annarrar umræðu.

2.      Fundargerð Samrekstrar frá 30. mars 2015

 Heildaruppgjör samrekstrar á árinu 2014 er 19.444.216 kr.
Áætlun ársins 2015 gerir ráð fyrir að kostnaður Svalbarðshrepps verði 28.356.000 kr.

Bygging leikskóla/skólamiðstöðvar á Þórshöfn.
Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur nú þegar samþykkt 250 milljónir í byggingu leikskóla á næstu tveimur árum í fjárhagsáætlun 2014. Hreppsnefnd Svalbarðshrepps leggur til að kostnaðarþátttaka Svalbarðshrepps verði 17,5% eða að hámarki 44 milljónir kr. Oddvita falið að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun í samráði við endurskoðanda og athuga með fjármögnunarleiðir. 

3.      Erindi Norðurhjara

Norðurhjari óskar eftir fjárframlagi frá Svalbarðshreppi að upphæð 264.000 kr á árinu 2015 til stuðnings við starfsemi félagsins. Samþykkt.

4.      Sorpmál

 Hreppsnefnd tók þá ákvörðun að aðrir en íbúar Svalbarðshrepps hafi ekki heimild til að losa sorp í sorpgáma á vegum sveitarfélagsins.

5.      Málefni hreppsnefndar

Rætt um upplýsingastreymi innan hreppsnefndar.

6.      Önnur mál.  

a)      Tilnefna þarf varamenn sem fulltrúa Svalbarðshrepps í veiðifélögum við Svalbarðsá og Sandá. Sigurður Þór kosinn í starfið.

b)      Hreppsnefnd barst áskorun varðandi að koma á 3 eða 4G sambandi í sveitarfélaginu. Oddvita falið að vinna að málinu.

c)      Næsti fundur boðaður 1. júní kl 18:00. Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf