Mættir: Einar Guðmundur Þorláksson, Ina Leverköhne, Sigríður Jóhannesdóttir, Ragnar Skúlason og Sigurður Þór Guðmundsson.
Fundur settur kl. 20:001. Útgönguspá 2018 og fjárhagsáætlun 2019 og 3 ára áætlun, fyrri umræða.
Sigurður Þór fór yfir útgönguspá 2018 og er þar gert ráð fyrir rekstrarhagnaði uppá 9.615.886 kr og fjárhagsáætlun 2019 gerir ráð fyrir rekstrarhagnaði uppá 3.426.000 kr. Nokkrar athugasemdir gerðar og þ.a.l. munu tölurnar taka einhverjum breytingum. Áætluninni vísað til seinni umræðu.
2. Drög að ályktun um aðalskipulag
Umræðu frestað
3. Bréf frá Eyþingi
Óskað er eftir umræðu í sveitarfélögum um framtíðarhlutverk landshlutasamtaka. Erindið kynnt.
4. Persónuverndarfulltrúi
Sólveig Óladóttir hefur verið ráðin persónuverndarfulltrúi Svalbarðshrepps.
5. Önnur mál
a) Afskriftir skulda úr bókhaldi hreppsins. Samþykkt að afskrifa gamlar og óinnheimtanlegar kröfur að upphæð 268.551 kr. sem skiptast á 16 aðila.
b) Þjónustusamningur milli Svalbarðshrepps og Markaðsstofu Norðurlands
Oddviti óskar eftir heimild til að undirrita samning við Markaðsstofu Norðurlands og gjald fyrir þjónustuna er 500 kr á hvern íbúa árlega og er samningurinn til þriggja ára. Oddvita falið að ganga frá samningnum.