Íbúar

Svalbarðshreppur

Hreppanefndarfundur haldinn í Svalbarðsskóla 15. ágúst 2017 Mættir: Daníel Hansen, Einar Guðmundur Þorláksson, Ragnar Skúlason, Sigurður Jens

Hreppanefndarfundur haldinn í Svalbarðsskóla 15. ágúst 2017

Mættir: Daníel Hansen, Einar Guðmundur Þorláksson, Ragnar Skúlason, Sigurður Jens Sverrisson og Sigurður Þór Guðmundsson.

 

 

1.      Fjallskil

 

 

Sigurður Þór lagði fram fjallskilaseðil fyrir árið 2017 og er hann óbreyttur frá 2016 nema Svalbarð bætir við sig tveimur mönnum í Búrfellsheiði. Fjallskilagjald er óbreytt kr 530/kind.

 

 

 

 

 

2.      Bréf frá Daníel Hansen og Ómari Vilberg Reynissyni.

 

 

Umsókn um afnot af neðri hluta íþróttavallar við Svalbarðsskóla og leyfi til aðbyggja 50 fermetra hús til að hafa í kindur. Erindinu hafnað.

 

 

 

 

 

3.      Fjarskiptafélag Svalbarðshrepps, samstarf við Langanesbyggð

 

 

Fyrir fundinum lá rammasamkomulag um sameiginlegt eignarhald á Fjarskiptafélagi Svalbarðshrepps vegna lagningar ljósleiðara frá Hallgilsstöðum að Eiði á Langanesi og jafnframt álit endurskoðanda á samstarfinu. Engin sýnilegur hagur er af því að efna til samstarfsins og er því álit hreppsnefndar að heppilegast sé að hvort sveitarfélag eigi sitt ljósleiðarakerfi.

 

 

 

 

 

4.      Önnur mál

 

 

a)      Uppgjör vatnsveitu í Flögu og veiðihús við Sandá, heildarkostnaður er kr 6.379.775. og skiptast sameiginlegir kostnaðarliðir 70/30 milli Svalbarðshrepps og veiðifélagsins við Sandá.

 

 

 

 

 

b)     Greið leið ehf óskar eftir að Svalbarðshreppur auki hlutafé sitt í félaginu um kr 91.877. Þetta er síðasti áfangi í hlutafjáraukningu í Greiðri leið ehf samkvæmt samkomulagi frá 2013.

 

 

 

 

 

c)      Einar Guðmundur Þorláksson óskar eftir að samningur milli Svalbarðshrepps og Svalbarðs varðandi lóð undir skólahúsnæði verði tekin upp.

 

 



Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf