Íbúar

Svalbarðshreppur

Hreppanefndarfundur haldinn í Svalbarðsskóla 12. júní 2017 Mættir: Einar Guðmundur Þorláksson, Ina Leverköhne, Ragnar Skúlason, Sigurður Jens

Hreppanefndarfundur haldinn í Svalbarðsskóla 12. júní 2017

Mættir: Einar Guðmundur Þorláksson, Ina Leverköhne, Ragnar Skúlason, Sigurður Jens Sverrisson og Sigurður Þór Guðmundsson.

 

 

1.      Ársreikningur 2016 fyrri umræða
Rúnar Bjarnason endurskoðandi hjá PWC kynnti ársreikning Svalbarðshrepps fyrir árið 2016. Nú er ársreikningur gerður upp með B hluta fyrirtæki, sem er Fjarskiptafyrirtæki Svalbarðshrepps. Tekjur A og B hluta eru 97.930.548 kr og rekstrargjöld eru 87.842.922 kr. Rekstrarhagnaður eftir fjármagnstekjur er 11.221.723 kr. Engar athugasemdir komu fram og ársreikningnum vísað til seinni umræðu.
Undir þessum lið var einnig tekin fyrir fundargerð Samrekstrar frá 19. apríl 2017. Svalbarðshreppur greiðir Langanesbyggð 48.296.551 kr vegna samrekstrar 2016. Samþykkt samhljóða.

2.      Önnur mál

a)      Sigurður Þór bar upp þá tillögu að fenginn yrði verktaki til að vinna leirefni til að keyra í heimreiðar í Svalbarðshreppi og fái heimild til að verja 10 milljónum í verkið enda fyrirséð að Vegagerðin er ekki að fara í þessar framkvæmdir í náinni framtíð. Hreppsnefndarmenn voru allir vonsviknir með að þurfa að taka þessa umræðu en engan vegin er hægt að bjóða íbúum upp á þessar aðstæður lengur. Tillagan samþykkt samhljóða og jafnframt veitir Svalbarðshreppur framkvæmdaleyfi fyrir malarvinnslu við Sandá í landi Ytra-Álands.

 

Fundi slitið


Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf