Íbúar

Svalbarðshreppur

Frá yfirkjörstjórn, móttaka framboða Kjörstjórn hefur ákveðið að tekið verði á móti framboðum til sveitarstjórnar vegna kosninga 14 maí nk. í sal

Frá yfirkjörstjórn, móttaka framboða

Kjörstjórn hefur ákveðið að tekið verði á móti framboðum til sveitarstjórnar vegna kosninga 14 maí nk. í sal sveitarstjórnar Langanesbyggðar á milli kl. 11 og 12, föstudaginn 8, apríl.   Að lokinni móttöku framboða mun kjörstjórn funda með umboðsmönnum og fara yfir framboðin. Hvort þau eru löglega borin fram, hvort frambjóðendur og meðmælendur eru á  kjörskrá. o.sv.fr. Þá verða framboðin færð í gerðarbók. 

Framboðslistar verða að því loknu sendir Þjóðskrá og Hagstofu sem heldur utan um tölfræði kosninga. Í næstu viku verða framboðin auglýst á heimasíðum beggja sveitarfélaga og sendir fjölmiðlum.

Yfirkjörstjórn:

Björn S. Lárusson
Oddur Skúlason
Vigdís Sigurðardóttir



Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf