═b˙ar

Svalbar­shreppur

Hreppsnefndarfundur í Svalbarðsskóla 15.5.2014 Mættir til fundar: Daníel Hansen, Elfa Benediktsdóttir, Ragnar Skúlason, Sigurður Þór Guðmundsson og

Hreppsnefndarfundur Ý Svalbar­sskˇla 15.5.2014


Mættir til fundar: Daníel Hansen, Elfa Benediktsdóttir, Ragnar Skúlason, Sigurður Þór Guðmundsson og Stefán Eggertsson.

1.     Ársreikningur 2013 seinni umræða

Engar athugasemdir komu fram við seinni umræðu og var reikningurinn samþykktur af hreppsnefnd.

 

2.     Starfslokasamningur skólastjóra

Daníel Hansen vék af fundi undir þessum lið.

Samkomulag um starfslok Daníels Hansen sem skólastjóra Svalbarðsskóla kynnt og samþykkt af hreppsnefnd.

 

Daníel mætti aftur á fundinn

 

3.     Viðauki við samning um samrekstur vegna fluttnings Svalbarðsskóla til Þórshafnar

Samningurinn kynntur og samþykktur af hreppsnefnd. Oddvita veitt heimild til að undirrita samninginn.

 

4.     Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá 5.3.2014, 9.4.2014 og 7.5.2014 lagðar fram til kynningar ásamt ársreikningi 2013.

 

5.     Bréf frá sjúkraflutningamönnum á Þórshöfn varðandi kaup á nýju Lifepak tæki

Óskað eftir stuðningi Svalbarðshrepps við að kaupa hálfsjálfvirkt hjartastuðtæki.

Hreppsnefnd ákvað að leggja 500.000 kr í verkefnið.

 

6.     Bréf frá Umhverfisstofnun frá 2.5.2014 lagt fram.

Erindið varðar stækkun veiðisvæðis hreindýra.

Hreppsnefnd samþykkir tillögu Umhverfisstofnunar um stækkun veiði- og ágangssvæðis 1 í samræmi við útbreiðslu hreindýra innan hreppsmarka Svalbarðshrepps.

 

7.     Önnur mál

a)     Bréf frá Kvennfélagi Þistilfjarðar varðandi nýtingu skólahúsnæðis á Svalbarði

Notkun á skólahúsnæði á Svalbarði verður með óbreyttu sniði.

 

b)     Rætt um að þörf sé á að endurnýja sjónvarpsloftnet og leigja myndlykil fyrir skólahúsnæði á Svalbarði.

 

 Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf