Íbúar

Svalbarðshreppur

ATKVÆÐAGREIÐSLA UTAN KJÖRFUNDAR HJÁ SÝSLUMANNINUM Á NORÐURLANDI EYSTRA Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna

ATKVÆÐAGREIÐSLA UTAN KJÖRFUNDAR HJÁ SÝSLUMANNINUM Á NORÐURLANDI EYSTRA

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps annars vegar og Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar hins vegar, sem fram eiga að fara laugardaginn 26. mars 2022, stendur yfir hjá sýslumönnum á auglýstum opnunartímum embættanna

Greiða má atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum Sýslumannsins á Norðurlandi eystra á virkum dögum sem hér segir:

  • Þórshöfn, Langanesvegi 2, kl. 10:00 – 14:00.

  • Akureyri, Hafnarstræti 107, kl. 09:00-15:00.

  • Húsavík, Útgarði 1, kl. 09:00-15:00.

  • Siglufirði, Gránugötu 6, kl. 09:00-15:00.

 

Kosið verður á dvalarheimililinu Nausti og HSN á Húsavík í vikunni fyrir kjördag samkvæmt nánari auglýsingu á hvorum stað.

 

Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublað eigi síðar en kl. 10:00 fimmtudaginn 24. mars 2022.

 

Kjósendur eru minntir á að framvísa persónuskilríkjum við atkvæðagreiðsluna.

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra

Svavar Pálsson



Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf